Rætt um stjórnarskrá fram á nótt

Fyrstu umræðu um stjórnarskrárfrumvarp formanna stjórnarflokkanna lauk á Alþingi klukkan 2:16 í nótt. Greidd verða atkvæði um það í dag, hvort frumvarpinu verði vísað til stjórnarskrárnefndar til meðferðar en þingfundur hefst á Alþingi klukkan 10:30 samkvæmt dagskrá. Eftir hádegi fer m.a. fram utandagskrárumræða um áform um breytt rekstrarform Iðnskólans í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert