Þurftu aðstoð við að komast heim vegna ölvunar

Lögreglan í Vestmannaeyjum þurfti að aðstoða fólk við að komast til síns heima vegna ölvunar um helgina. Tveir fengu að gista fangageymslur lögreglu aðfararnótt sunnudagsins en þeir höfðu verið til vandræða við Týsheimilið, þar sem árshátíð Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum fór fram. Sú skemmtun fór að mestu leyti vel fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka