Útlendingar þriðjungur fólks í vinnuslysum

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is
Vinnuslys meðal ófaglærðra starfsmanna eru mun algengari en í öðrum starfsstéttum eða 50 til 70% allra skráðra vinnuslysa og hefur það hlutfall ekki breyst á umliðnum árum. Ósérhæft starfsfólk á vinnumarkaði er þó í dag aðeins á bilinu 7 til 11% starfsmanna á vinnumarkaði, skv. upplýsingum Kristins Tómassonar yfirlæknis Vinnueftirlitsins.

Þá hefur komið í ljós að sífellt hærra hlutfall þeirra sem lenda í vinnuslysum er erlendir starfsmenn. Ef litið er á vinnumarkaðinn í heild á árinu 2005, að Kárahnjúkaframkvæmdunum meðtöldum, kemur á daginn að þriðjungur þeirra sem lenda í vinnuslysum er af erlendu bergi brotinn, að sögn Kristins. Hlutfall útlendinga sem lenda í vinnuslysum utan Kárahnjúkasvæðisins er um 9%. "Við höfum rökstuddan grun um að það sé vantalið," segir Kristinn. Hann fjallaði um þessi mál í fyrirlestri í boði Rannsóknastofu í vinnuvernd við HÍ í gær.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert