Afþakka boð um samstarf við Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja

Arnþór Helgason.
Arnþór Helgason.

Átakshópur öryrkja hefur afþakkað samstarf við Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja, vegna framboðs til Alþingis í vor. „Við teljum að ekki muni nást sú breiðfylking sem þarf til þess að slíkt framboð skili árangri, enda hafa ýmis samtök aldraðra og öryrkja beinlínis tekið afstöðu gegn slíku framboði,“ segir í tilkynningu fulltrúa hópsins.

Þeir telji þessa afstöðu ámælisverða og harmi að stjórnir samtakanna skuli ekki bera gæfu til þess að styðja með einum eða öðrum hætti við framboðið. „Við teljum að umræðan vegna framboðs eldriborgara og öryrkja hafi orðið til þess að flestir stjórnmálaflokkar leggi nú meiri áherslu á málefni lífeyrisþega en áður. Þó hallar mjög á fatlað fólk í þessari umræðu og er þar ábyrgð samtaka fatlaðra mikil,“ segir í tilkynningunni sem undirrituð er af þeim Arnóri Péturssyni, Arnþóri Helgasyni og Hannesi Sigurðssyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert