ESB-aðild gæti kostað 2,5–5 milljarða króna

eftir Kristján Jónsson

kjon@mbl.is

Fram kemur í áliti Evrópunefndar Alþingis að nettógreiðslur Íslands til Evrópusambandsins, ESB, yrðu á bilinu 2,5 til 5 milljarðar króna á ári ef þjóðin gengi í sambandið. Vegna hárra þjóðartekna gæti Ísland lent í hópi þeirra sem greiða hlutfallslega mest. Þá yrðu framlögin 5–6 milljarðar. Lega landsins, harðbýli og strjálbýli draga úr líkum á að Íslendingar myndu greiða mest allra aðildarþjóða miðað við fólksfjölda.

Brúttógreiðslur gætu orðið allt að 12,1 milljarður en stór hluti af framlögunum myndi skila sér til baka í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingar-, rannsóknar- og þróunarverkefna. Gert er ráð fyrir að beinn kostnaður Íslands vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, verði á þessu ári 1.354 milljónir króna.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert