Félag starfsmanna Alcan ÍSALs mælir með stækkun álversins

Hag­ur, sem er fé­lag starfs­manna ál­vers Alcans í Straums­vík, hef­ur sent frá sér álykt­un þar sem mælt er með stækk­un ál­vers­ins í Straums­vík. Seg­ir í álykt­un­inni, að stækk­un Alcan Ísals hafi já­kvæð áhrif á efna­hags og at­vinnu­líf Hafn­ar­fjarðar og öllu höfuðborg­ar­svæðinu til framtíðar og stuðli að framþróun iðnaðar og þjón­ustu á öllu höfuðborg­ar­svæðinu.

Þá seg­ir að stækk­un ál­vers­ins sé í sátt við um­hverf­is­sjón­ar­mið og full­nægi öll­um skil­yrðum um um­hverfi.

Bent er á að fimmta hvert fyr­ir­tæki í Hafnar­f­irði hafi lifi­brauð sitt al­farið eða að hluta til af þjón­ustu við Alcan Ísal. Hjá Alcan starfi nú rúm­lega 460 manns í heils­árs­störf­um en eft­ir stækk­un­ina muni þeim fjölga í 850 til 885 og ár­leg­ar tekj­ur Hafn­ar­fjarðar aukast úr 490 millj­ón­um króna í yfir 1,5 millj­arð. Þá séu ótal­in önn­ur gjöld sem gangi til rík­is­ins. Bein­um og óbein­um störf­um í Hafnar­f­irði muni fjölga um 500 og verða 1186. Þar við bæt­ist óbein áhrif vegna auk­inna viðskipta og neyslu í Hafnar­f­irði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert