Megi brugga íslensk vín

Vínunnendur geta með löglegum hætti framleitt léttvín úr innlendum berjum, ávöxtum eða jurtum til eigin neyslu ef frumvarp sem þingmenn allra flokka hafa lagt fram verður að lögum.

Til stóð að Guðjón Arnar Kristjánsson talaði fyrir frumvarpinu á þingi í gær. Í því kemur fram að lagabreytingin gæti stuðlað að því að innan fárra ára gæti orðið til þekking við gerð matarvína sem kynni síðar að verða séríslensk framleiðslu- og verslunarvara, t.d. vín úr íslenskum berjum.

"Tilgangur frumvarps þessa er að gera þeim sem vilja og getu hafa til kleift að framleiða létt vín úr innlendum ávöxtum og jurtum og að þeir megi bera það fram án þess að slíkur heimilisiðnaður teljist lögbrot," segir í greinargerð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert