Rætt um að fella hugtakið þjóðareign út úr frumvarpstexta

Ein þeirra leiða, sem verið er að skoða í sérnefnd um stjórnarskrármál, er að fella tengingu við hugtakið þjóðareign út úr frumvarpi, sem liggur fyrir Alþingi um að setja sérstakt ákvæði um auðlindir inn í stjórnarskrá.

Bjarni Benediktsson, alþingismaður, sagði í fréttum Sjónvarpsins, að í vinnu nefndarinnar hafi komið fram ýmis álitaefni, þar á meðal hvort þjóðareignarhugtakið sé heppilegt eða ekki, og hugmyndir hafi komið fram í nefndinni að fella það út úr frumvarpsgreininni. Þá stæði eftir, að náttúruauðlindir skuli nýta þjóðinni allri til hagsbóta.

Frumvarpsákvæðið er eftirfarandi:

    Náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign þó þannig að gætt sé réttinda einstaklinga og lögaðila samkvæmt 72. grein. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu, að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert