Sjóslys í Ísafjarðardjúpi: Flak trillunnar dregið að landi

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson kemur með Björg Hauks til Bolungarvík um …
Björgunarskipið Gunnar Friðriksson kemur með Björg Hauks til Bolungarvík um kl. 08:30 í morgun. bb.is/Halldór Sveinbjörnsson.

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði dró í dag að landi trilluna Björgu Hauks ÍS, sem fórst á milli Deildar og Stigahlíðar við mynni Ísafjarðardjúps í gærkvöldi. Tveir menn, sem voru á trillunni, létust. Björgunarskipið kom með trilluna til Bolungarvíkur um klukkan 8:30 í dag.

Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi eftir að trillan datt út úr tilkynningaskyldukerfinu klukkan 22:16. 20 tonna björgunarbátur frá Bolungarvík var kominn á staðinn 20 mínútum eftir útkall og fann mennina að sögn Landhelgisgæslunnar. Fyrstu vísbendingar um slysið benda til þess að báturinn hafi oltið þar sem veður var mjög slæmt og vont í sjóinn.

Lögreglan og rannsóknarnefnd sjóslysa rannsaka nú málið.

bb.is/Halldór Sveinbjörnsson.
Björg Hauks.
Björg Hauks. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka