SUF styður auðlindaákvæði

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem lýst er stuðningi við frumvarp formanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks um sérstakt auðlindaákvæði í stjórnarskrá.

Í ályktuninni segir, að með því að hafa forgöngu um þetta mál hafi Framsóknarflokkurinn enn á ný sýnt að hann haldi gefin loforð og standi dyggan vörð um hagsmuni þjóðarinnar allrar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert