Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur fundið þrjá 19 ára gamla pilta seka um að hafa brotist inn í iðnaðarhúsnæði á Blönduósi og stela þar ýmsum varningi, þar á meðal rafsuðutæki, íslenskum fána, kaffipokum, slípirokk og skrúfvél.
Fram kemur í dómnum, að piltarnir, sem eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu, játuðu brot sitt. Þeir hafa allir áður hlotið dóm fyrir ýmis brot. Tveimur þeirra var þó ekki gerð sérstök refsing fyrir innbrotið en sá þriðji var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi þar sem hann rauf skilorð eldri dóms.