Tveir menn fórust í sjóslysi

Tveir menn létu lífið þegar tíu tonna trilla fórst á milli Deildar og Stigahlíðar við mynni Ísafjarðardjúps í gærkvöldi. Báturinn datt út úr tilkynningaskyldukerfinu klukkan 22.16 og voru björgunarsveitir á svæðinu kallaðar út í kjölfarið. Trillan, sem 10,2 brúttólestir, fannst klukkan 00:23 um 0,9 sjómílur frá landi og við hana var bundinn björgunarbátur.

Björgunarsveitir voru kallaðar út frá Ísafirði og Hnífsdal. Leitarmenn í björgunarbáti fundu trilluna og skömmu síðar var 20 tonna bátur sendur út frá Bolungarvík til leitar ásamt öðru skipi sem var að koma vestan frá. Einnig var björgunarbáti frá Ísafirði stefnt á svæðið. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að lýsa upp svæðið en henni var snúið við þegar mennirnir fundust.

Áhafnir á Sædísi frá Ísafirði og loðnuskipinu Krossey fundu lík mannanna. Lík annars mannsins fannst klukkan 1:30 ekki langt frá bátnum og lík hins mannsins fannst upp úr klukkan 2.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni fór veður versnandi á svæðinu upp úr klukkan sjö í gærkvöldi en fór að ganga niður upp úr miðnætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert