Veittu bifreið eftirför í tvær klukkustundir

Lög­regl­an á Eg­ils­stöðum veitti bif­reið eft­ir­för síðdeg­is í dag og var bif­reiðinni m.a. ekið frá Eg­ils­stöðum upp á Fagra­dal og til baka og þaðan til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og aft­ur til Eg­ilsstaðar. Ökumaður sinnti ekki skip­un­um lög­reglu um að stöðva bif­reiðina. Maður­inn er nú í haldi lög­regl­unn­ar en hann er grunaður um ölv­un við akst­ur.

Lög­regl­an fékk til­kynn­ingu um glæfra­akst­ur öku­manns á sport­bíl inn­an­bæjar á Eg­ils­stöðum rétt eft­ir klukk­an 16 í dag. Skömmu síðar urðu lög­reglu­menn var­ir við bíl­inn í bæn­um en ökumaður sinnti eng­um merkj­um lög­reglu um að nema staðar og hvarf sjón­um lög­reglu­manna.

Aft­ur sást til bíls­ins þar sem hon­um var ekið upp á Fagra­dal og enn hvarf hann sjón­um þeirra. Nokkru síðar var bíln­um ekið til baka á Fagra­daln­um á móti lög­reglu­bif­reiðinni en eins og áður sinnti ökumaður eng­um merkj­um um að stöðva.

Bíln­um var því næst ekið til Eg­ilsstaða og lög­reglu­bif­reiðin fór í humátt á eft­ir. Lög­reglu­menn á Eg­ils­stöðum sáu næst til bíls­ins inn­an­bæjar en tókst ekki að stöðva hann og lá leiðin aft­ur upp á Fagra­dal.

Þegar hér var komið sögu voru komn­ir til aðstoðar lög­reglu­menn á sex lög­reglu­bif­reiðum frá embætt­inu á Eskif­irði. Ökumaður sport­bíls­ins ók nú til Reyðarfjarðar þar sem gerð var til­raun til að stöðva akst­ur bif­reiðar­inn­ar en ökumaður skeytti því engu og ók fram­hjá lög­reglu­bíl­um. Hann ók því næst í gegn­um bæ­inn á Reyðarf­irði og til Eskifjarðar þar sem hann sneri við. Þaðan ók hann til baka til Eg­ilsstaða og sinnti eins og áður engu um til­raun­ir lög­reglu til að stöðva akst­ur hans.

Eft­ir­för­inni lauk á Eg­ils­stöðum, nokkru fyr­ir kl. 18 fyr­ir utan heim­ili öku­manns­ins en þar var hann hand­tek­inn af lög­reglu­mönn­um frá Eskif­irði.

Að sögn lög­regl­unn­ar mæld­ist hraði bíls­ins mest­ur 182 km á klukku­stund en mest­ur hraði inn­an­bæjar, sem náðist að mæla, var á Reyðarf­irði, 134 km á klukku­stund.

Ökumaður er grunaður um ölv­un við akst­ur og gist­ir fanga­geymslu lög­regl­unn­ar á Eg­ils­stöðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka