Yfir 2000 manns leggjast árlega inn á stofnanir vegna vímuefnafíknar

Ætla má að yfir 2000 manns leggist árlega inn á meðferðastofnanir á vegum hins opinbera vegna vímuefnafíknar. Þá eru vísbendingar um að sá hópur sem stríðir við blandaða fíkn, áfengis og vímuefna, farið mjög vaxandi en þeim að sama skapi hefur þeim fækkað hlutfallslega sem stríða eingöngu við áfengisfíkn.

Þetta má lesa úr svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi.

Langflestir leggjast inn á Vog, sem er á vegum SÁÁ en frá árinu 1977 hafa 18.093 Íslendingar lagst þar inn til meðferðar. Þá hafa heimsóknir á göngudeild SÁÁ í Reykjavík verið um 15.000 á ári og þangað hafa leitað á milli 20000–3.000 manns. Stærstur hluti þess hóps sem kemur á göngudeild hefur verið áður á Vogi en einhverjir einstaklingar fá eingöngu þjónustu á göngudeild.

Svar ráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka