Yfir 2000 manns leggjast árlega inn á stofnanir vegna vímuefnafíknar

Ætla má að yfir 2000 manns legg­ist ár­lega inn á meðferðastofn­an­ir á veg­um hins op­in­bera vegna vímu­efnafíkn­ar. Þá eru vís­bend­ing­ar um að sá hóp­ur sem stríðir við blandaða fíkn, áfeng­is og vímu­efna, farið mjög vax­andi en þeim að sama skapi hef­ur þeim fækkað hlut­falls­lega sem stríða ein­göngu við áfeng­is­fíkn.

Þetta má lesa úr svari heil­brigðisráðherra við fyr­ir­spurn Björg­vins G. Sig­urðsson­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi.

Lang­flest­ir leggj­ast inn á Vog, sem er á veg­um SÁÁ en frá ár­inu 1977 hafa 18.093 Íslend­ing­ar lagst þar inn til meðferðar. Þá hafa heim­sókn­ir á göngu­deild SÁÁ í Reykja­vík verið um 15.000 á ári og þangað hafa leitað á milli 20000–3.000 manns. Stærst­ur hluti þess hóps sem kem­ur á göngu­deild hef­ur verið áður á Vogi en ein­hverj­ir ein­stak­ling­ar fá ein­göngu þjón­ustu á göngu­deild.

Svar ráðherra

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert