Yfir 1000 kvikmyndir voru leigðar á dag í gegnum vídeoleigu Skjásins undir lok síðasta árs, með svokallaðri VoD-tækni (e. video-on-demand). Þeir sem kaupa sér aðgang að Skjánum eiga þess kost að velja sér kvikmynd og fá hana senda í sjónvarpið í gegnum netið. Hvergi í Evrópu er VoD-notkun jafnmikil, miðað við höfðatölu, eins og á Íslandi að sögn Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Símans.
Lýður sagði í ræðu sinni á aðalfundi Símans í dag að um 700 bíómyndir og þættir væru nú aðgengilegir í VoD-þjónustunni og að yfir 6000 titlar af fríu efni hafi verið sóttir daglega í fyrra.