Einar Oddur sakar landbúnaðarnefnd um þvergirðingshátt

Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði landbúnaðarráðhera um dugleysi og meirihluta landbúnaðarnefndar Alþingis um þvergirðingshátt fyrir að styðja ekki tillögu hans um að útflutningsskylda kindakjöts verði ekki afnumin.

Verið var að ræða frumvarp um breytingar á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum á Alþingi í dag, en þar er m.a. gert ráð fyrir að útflutningsskylda kindakjöts verði afnumin frá og með 1. júní 2009.

Í greinargerð landbúnaðarnefndar um frumvarpið kemur fram, að Bændasamtökin hafi lýst yfir þeirri skoðun sinni, að þrátt fyrir að samkomulag hafi tekist um þetta umdeilda atriði hafi ekki staðið til að leggja fram lagabreytingu þessa efnis fyrr en á hausti komanda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert