Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að tryggingafélagi sé ekki skylt að greiða tjón á bíl, sem varð þegar bíllinn fór út af vegi. Bíllinn var kaskótryggður en ljóst var að ökumaðurinn, bróðir bíleigandans, var ölvaður. Eigandi bílsins vissi hins vegar ekki af því.
Hæstiréttur segir, að í vátryggingarskilmálum tryggingafélagsins fyrir húftryggingu ökutækja hafi verið kveðið á um, að félagið bætti ekki tjón á ökutæki ef ökumaður væri ölvaður.