Fulltrúum Hags í Hafnarfirði meinuð þátttaka á fundi

Álver Alcan í Straumsvík
Álver Alcan í Straumsvík mbl.is/Sverrir

Hag Hafnarfjarðar hefur verið meinuð þátttaka á almennum fundi sem halda á í Flensborgarskóla í kvöld um íbúakosningarnar þann 31. mars. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Í tilkynningu kemur fram að upphaflega var félaginu boðin þátttaka í fundinum en það boð hefur nú verið dregið til baka vegna mótmæla frá öðrum þátttakendum.

„Þetta eru ólýðræðisleg og afar ósanngjörn vinnubrögð. Stjórnmálaflokkar senda sína fulltrúa til fundarins og er fulltrúi Sólar í Straumi boðinn velkominn á fundinn. Sama er að segja um fulltrúa Alcan en okkur er meinuð þátttaka. Okkar rödd fær ekki að heyrast. Við þykjum ekki æskileg. Er þetta það lýðræði sem hafnfirðingum er boðið upp á? Það er ófrávíkjanleg sanngirniskrafa að fulltrúi samtakanna Hagur Hafnarfjarðar fái að taka þátt í þessum fundi og kynna sjónarmið samtakanna.

Við erum að berjast fyrir tilveru okkar og afkomu fjölskyldna. Við erum að berjast fyrir vinnunni okkar. En við þurfum að standa úti. Það er dapurlegt að efna eigi til svo mikils óréttlætis í einni af höfuðstofnunum menntakerfis okkar hafnfirðinga. Eiga unglingarnir okkar að læra af þessu að óhætt sé að útiloka sum sjónarmið og eru skilaboðin þau að lýðræði sé bara fyrir suma?," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert