Fundur sem halda átti í Flensborgarskólanum í kvöld vegna íbúakosningar í Hafnarfirði um stækkun álvers Alcan í Straumsvík hefur verið frestað til 28. mars, samkvæmt upplýsingum frá skólanum. Vilja forsvarsmenn Flensborgarskólans ítreka það að fundurinn er ekki á þeirra vegum heldur ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna í Hafnarfirði.
Í morgun var greint frá því á Fréttavef Morgunblaðsins að Hag Hafnarfjarðar hafi verið meinuð þátttaka á almennum fundi sem halda átti í Flensborgarskóla í kvöld um íbúakosningarnar þann 31. mars. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Hag Hafnarfjarðar.