Tvær fjölskyldur með miðlana

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, sagði á aðalfundi félagsins síðdegis í gær að á stuttum tíma hefðu fjölmiðlar á Íslandi að mestu lent í höndum tveggja fjölskyldna, sem réðu nær allri fjölmiðlun hér á landi að RÚV undanskildu.

Sagði Lýður að af þessum sökum ættu dótturfélög Exista hlut í tveimur fjölmiðlum, SkjáEinum og Viðskiptablaðinu.

Áður hafði Lýður í ræðu sinni sagt að Exista legði áherslu á að félög í þess eigu skiluðu arði en á því væri ein undantekning, sem væri helmingseign í Viðskiptablaðinu. Það væri ekki arðbær starfsemi en Exista ætlaði sér ekki að tapa á þeirri fjárfestingu, aðrar ástæður lægju einnig að baki og vísaði hann þar til fyrrnefnds eignarhalds á fjölmiðlum.

Á aðalfundi Exista var m.a. samþykkt að veita stjórn heimild til að skrá hlutafé félagsins í evrum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert