Veikir bangsar fá bót meina sinna

Lýðheilsufélag læknanema opnaði í dag fyrsta bangsaspítalann á Íslandi. Bangsaspítalar hafa verið starfræktir víða um heim með góðum árangri og er tilgangurinn sá að uppræta hræðslu barna við lækna og heilbrigðisstofnanir. Börnin á leikskólanum Stekkjarási í Hafnarfirði tóku framtakinu afar vel, enda er gott að geta leitað til læknis þegar bangsinn er lasinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka