Viljayfirlýsing um háskólarekstur á Keflavíkurflugvelli

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli.

Skrifað var í dag und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um stofn­un fé­lags um há­skóla­rekst­ur á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Þau Árni Sig­fús­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, Kjart­an Þór Ei­ríks­son, fram­kvæmda­stjóri Þró­un­ar­fé­lags Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir, rektor Há­skóla Íslands skrifuðu und­ir vilja­yf­ir­lýs­ing­una. Mark­mið fé­lags­ins er að efla alþjóðlegt há­skóla­nám hér­lend­is, byggja upp há­skóla­sam­fé­lag á Kefla­vík­ur­flug­velli og laða þangað er­lenda nem­end­ur og kenn­ara, efla há­skól­a­rann­sókn­ir og kennslu hér­lend­is, sér­stak­lega á sviðum orku­vís­inda og um­hverf­is­mála, jarðvís­inda, sjálf­bærr­ar þró­un­ar, verk­fræði, ferðamála, líf­ríki hafs­ins, norður­slóðarann­sókna, sam­göngu­mála, alþjóða- og ör­ygg­is­mála, efla starfstengt nám á há­skóla­stigi í sam­ræmi við til­lög­ur starfs­náms­nefnd­ar mennta­málaráðuneyt­is­ins frá síðasta sumri og styrkja Suður­nes með stofn­un frum­greina­deild­ar til að hækka mennt­un­arstig á svæðinu.

Unnið hef­ur verið að þessu verk­efni frá því í des­em­ber sl. og hef­ur Run­ólf­ur Ágústs­son, leitt þá þró­un­ar­vinnu í sam­starfi við Árna Sig­fús­son og aðra aðila sam­komu­lags­ins. Að sam­komu­lag­inu standa m.a. Bláa Lónið, Geys­ir Green Energy, Glitn­ir, Fast­eigna­fé­lagið Þrek, Fisk­markaður Suður­nesja, Há­skóla­vell­ir, Hita­veita Suður­nesja, Icelanda­ir Group, Klasi, Spari­sjóður Kefla­vík­ur og VBS fjár­fest­ing­ar­banki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert