Börn læri að lesa auglýsingar

Verið er að kanna hvort grundvöllur er fyrir því að taka upp í grunnskólunum námsefni sem lýtur að auglýsingalæsi barna.

Ingólfur Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa, upplýsti þetta á fræðslufundi um börn og óbeina markaðssetningu á vegum samstarfshóps um fræðslu- og fíkniefnamál, NÁUM ÁTTUM, sem haldinn var á Grand hótel Reykjavík.

Ingólfur sagði í samtali við Morgunblaðið að námsefnið sé að erlendri fyrirmynd og snúist um að kenna börnum að lesa í auglýsingar og meta þær með gagnrýnum huga. Miðað er við kennslu á miðstigi grunnskóla og notast verði við raunveruleg auglýsingadæmi. Samband íslenskra auglýsingastofa er að kynna verkefnið fyrir opinberum aðilum til að kanna hvort grundvöllur sé á að innleiða námsefnið í íslenska grunnskóla.

Þýtt og staðfært fyrir Ísland

Námsefnið, MediaSmart, hefur ekki fengið íslenskt heiti, en um er að ræða fullbúinn kennslupakka með öllum gögnum og kennsluefni. Efnið yrði síðan þýtt og staðfært fyrir Ísland. Ingólfur segir kennsluefni eins og þetta eiga fullt erindi inn í grunnskólanna enda sýni erlendar rannsóknir að börn allt frá 7 ára aldri skynji eðli auglýsinga. Námsefnið er unnið af sérfræðingum í málefnum barna en að verkefninu í Evrópu koma bæði opinberir- og einkaaðilar.

Fyrirmyndin er bresk en námsefnið hefur verið þýtt og staðfært í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Hol-landi og Belgíu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert