Börn læri að lesa auglýsingar

Verið er að kanna hvort grundvöllur er fyrir því að taka upp í grunnskólunum námsefni sem lýtur að auglýsingalæsi barna.

Ingólfur Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa, upplýsti þetta á fræðslufundi um börn og óbeina markaðssetningu á vegum samstarfshóps um fræðslu- og fíkniefnamál, NÁUM ÁTTUM, sem haldinn var á Grand hótel Reykjavík.

Ingólfur sagði í samtali við Morgunblaðið að námsefnið sé að erlendri fyrirmynd og snúist um að kenna börnum að lesa í auglýsingar og meta þær með gagnrýnum huga. Miðað er við kennslu á miðstigi grunnskóla og notast verði við raunveruleg auglýsingadæmi. Samband íslenskra auglýsingastofa er að kynna verkefnið fyrir opinberum aðilum til að kanna hvort grundvöllur sé á að innleiða námsefnið í íslenska grunnskóla.

Þýtt og staðfært fyrir Ísland

Fyrirmyndin er bresk en námsefnið hefur verið þýtt og staðfært í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Hol-landi og Belgíu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert