Níu tonn af skyri til Bandaríkjanna í vikunni

.
. Morgunblaðið/ Árni Torfason

Útflutn­ing­ur á Skyr.is til Banda­ríkj­anna sló öll met nú í vik­unni þegar 9 tonn á 50 vöru­brett­um voru flutt þangað flug­leiðis. Þetta er tæp­lega fimm­falt það magn sem alla jafna hef­ur verið flutt vest­ur um haf und­an­farn­ar vik­ur.

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu svar­ar þetta magn til tæp­lega 53.000 lít­illa (170 g) skyr­dósa. Sala á Skyr.is hér heima er að jafnaði um 20 tonn í viku hverri.

„Ástæðuna fyr­ir þess­ari miklu aukn­ingu má fyrst og fremst rekja til þess að ís­lensk­ar mjólkuraf­urðir voru í vik­unni seld­ar í fyrsta sinn til versl­ana Whole Foods versl­un­ar­keðjunn­ar í New York og Bost­on og ná­grenni. Þar með bætt­ust 40 versl­an­ir við þær 30 inn­an keðjunn­ar sem höfðu áður selt ís­lensku mjólkuraf­urðirn­ar. Auk skyrs í fjór­um bragðteg­und­um selja versl­an­ir Whole Foods ís­lenskt smjör og osta á borð við Höfðingja og Stóra-Dím­on," að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka