Skýrsla stjórnarráðsnefndar Framsóknarflokksins hefur lagt fram tillögu að drögum að frumvarpi til nýrra laga um stjórnarráðið. Í Frumvarpsdrögunum er m.a. lagt til að heimild verði veitt til að skipa ráðherra án ráðuneyta, bætt verði við heimild til að skipa aðstoðarutanríkisráðherra og að kveðið verði á um það að ráðherrar sitji ekki á þingi á meðan þeir gegni ráðherraembættum. Þá er lagt til að komið verði í veg fyrir að illsamrýmanleg mál falli undir sama ráðherra.
Fram kemur skýrslu nefndarinnar að meginatriðin í tillögum nefndarinnar séu þau að árétta að ríkisstjórn skipti sjálf með sér verkum en ekki löggjafinn og að grunneiningar Stjórnarráðsins verði 60 skrifstofur, þar sem mál sem eðli málsins samkvæmt heyri saman, falli undir sömu skrifstofu.
Þá er lagt til að unnt verði að breyta samsetningu, fjölda og heitum ráðuneyta og að forsætisráðherra fari að jafnaði ekki með önnur mál en æðstu yfirstjórn. Einnig er mælt með því að pólitísk forysta í stjórnarráðinu verði stórefld án þess þó að dregið verði úr sérþekkingu embættismannakerfisins.