Frumvarp um breytingar á lögum um vátryggingarsamninga, sem Læknafélag Íslands hefur m.a. gagnrýnt harðlega að undanförnu, verður ekki afgreitt á Alþingi nú í vor. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi þetta í umræðum í kvöld og sagði að þetta þýddi að áfram ríki réttaróvissa í landi varðandi túlkun á núgildandi lögum.