Skerðing barnabóta gagnrýnd harðlega

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í kvöld fyrir að skerða barnabætur um 10 milljarða að raungildi á tímabilinu frá 1995 til 2005. Fjármálaráðherra benti á að á síðasta og þessu ári hefðu barnabætur verið hækkaðar umtalsvert og á þessu ári yrðu barnabætur hærri en verið hefði frá árinu 1991.

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, tók málið upp og vitnaði í svar fjármálaráðherra við fyrirspurn. Sagði hann að þar væru afhjúpuð stórfelld svik og blekkingar, þær að barnabætur hefðu verið stórlækkaðar, þótt nú undir lok kjörtímabils hafi verið bætt í til að blekkja kjósendur til fylgilags við stjórnarflokkanna.

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði að breytingar, sem gerðar hafa verið núna á fyrstu þremur mánuðum ársins leiddu til þess, að kaupmáttur ráðstöfunartekna barnafólks hækkaði um 8,6%.

Svar fjármálaráðherra um barnabætur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert