Tugþúsundir Frakka mótmæltu í dag í fimm borgum fyrirætlan stjórnvalda um að reisa svokallaðan „þriðju kynslóðar” kjarnakljúf í Normandy. Um 40.000 manns tóku þátt í mótmælunum í Rennes, en auk þess tóku þúsundir þátt í mótmælum í Lille, Strasbourg, Lyon og Toulouse.
Talsmenn mótmælenda segja mikla þátttöku vera skýr skilaboð til forsetaframbjóðenda í landinu um að þeir sem ekki mótmæli framkvæmdunum muni tapa tugum þúsunda atkvæða.
Um þriðjungur rafmagns í Frakklandi er framleiddur með kjarnorku, en hlutfallið er hvergi hærra í heiminum og eru margir kjarnakljúfar í landinu að verða úreltir. Kjarnakljúfurinn verður staðsettur nærri bænum Flamanville í Normandy og eiga framkvæmdir að hefjast fyrir lok þessa árs.