Tvær aðgerðir hafa verið framkvæmdar hér á landi til leiðréttingar á kyni. Önnur á karli sem var breytt í konu og hin á konu sem var breytt í karl. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.
Sérstakur samráðshópur lækna, sem hafa komið að þessum málum hérlendis, starfar á vegum landlæknis og í samráði við kynfræðideildina við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Í samræmi við vinnureglur í Danmörku hefur aldurstakmarki fyrir aðgerðir t.a.m. verið breytt úr 25 árum í 21–22 ár.
Þá kemur fram í svarinu að fólk sem hefur gengist undir slíka aðgerð geti fengið leiðréttingu á fæðingarvottorði sínu í samræmi við hið nýja kyn.