Verið er að moka veginn til Súðavíkur og er búist við að hann opnist um kvöldmatarleytið, aðrir vegir eru opnir a Vestfjörðum og hafa ekki fallið flóð á vegi eftir að flóðið á Súðavíkurveg féll. Hellisheiði er enn lokuð og er fólki bent á að fara Þrengsli. Þá er ófært yfir Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og verður ekkert átt við þær fyrr en í fyrramálið. Fólki er bent á að fara Laxárdalsheiði og Heydal.
Hálka og skafrenningur er í Þrengslum
Þæfingur og óveður er á Mývatnsheiði og ekkert ferðaveður. Ekkert ferðaveður er heldur á milli Djúpavogs og Hafnar í Hornafirði og ekki í Mývatnssveit. Þungfært og stórhríð er yfir Fjarðarheiði.