Frekar rólegt var að mati lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, og ekki mikil ölvun. Þó voru sex teknir grunaðir um ölvunarakstur og þurfti lögregla að veita einum ökumannanna eftirför, sá sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu á Vesturlandsvegi og veitti lögregla honum eftirför. Eftirförinni lauk þegar maðurinn ók bifreið sinni á lögreglubíl sem kominn var á vettvang til að aðstoða við eftirförina á Víkurvegi við Þúsöld. Enginn meiddist við atvikið, en maðurinn gisti fangageymslur í nótt.
Þá var tilkynnt um fjórar líkamsárásir og komu átta minniháttar fíkniefnamál, svokölluð neyslumál, inn á borð til lögreglu í nótt.