Sól í Straumi: Fjárhagsleg rök fyrir samþykki stækkunar Alcan brostin

Álver Alcan í Straumsvík
Álver Alcan í Straumsvík mbl.is/Sverrir

Samtökin Sól í Straumi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að þar sem frumvarp um breytingu á skattaumhverfi Alcan hafi ekki verið afgreitt af Alþingi, séu fyrirheit Alcan um fjárhagslegan ávinning Hafnarfjarðarbæjar um allt að 800 milljónir króna af stækkuðu álveri brostin.

Segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi byggt baráttu sína fyrir stækkun á því að þessi lagabreyting væri föst í hendi. Sól í Straumi segist harma að beinar tekjur Hafnarfjarðarbæjar af núverandi starfsemi Alcan skuli ekki aukast, en þær eru nú um 70 milljónir króna á ári af framleiðslugjaldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka