Árekstur á Skjálfandafljótsbrú

Engan sakaði þegar fólksbifreið og jepplingur rákust saman á eystri enda Skjálfandafljótsbrúar um klukkan 8:30 í dag. Að sögn lögreglunnar á Húsavík skemmdust ökutækin hinsvegar talsvert og þurfti að kalla eftir kranabifreið til þess að draga þær á brott.

Önnur bifreiðin var að aka af brúnni þegar slysið varð. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar veitti bílnum á brúnni ekki eftirtekt og ætlaði að aka inn á hana og úr því varð allharður árekstur sem fyrr segir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka