Fiskneysla fólks á aldrinum 17-26 ára dregst saman

Viðamikil könnun á matarvenjum 17 til 26 ára Íslendinga sýnir að fiskneysla fer minnkandi, en þátttakendur borðuðu að meðaltali fiskmáltíð 1,3 sinnum í viku. Lýðheilsustöð mælir hins vegar með því að menn borði fiskt tvisvar eða oftar í viku.

Könnunin er samvinnuverkefni Matís, Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, Rannsóknarstofu í næringarfræði á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og fyrirtækisins Icelandic Services. Samkvæmt niðurstöðum hennar hafa matarvenjur í æsku mótandi áhrif á fiskneyslu ungs fólks, ungar konur eru hrifnar af fiski og grænmeti en ungir karlar af skyndibita og kjöti.

Greining á afstöðu ungs fólks til matar og heilsu leiddi í ljós þrjá aðskilda neysluhópa. Neysla 18% þátttakenda mótast af heilsu og áhuga á eldamennsku og neytir sá hópur fisks. Næstir hópur, eða 39% þátttakenda, eru karlmenn sem borða þann mat sem settur eru fyrir þá en kjósa helst kjöt og skyndibita. Stærsti hópurinn, eða 43% þátttakenda, eru mestan part konur í eigin húsnæði sem njóta þess að borða fisk en eru óöruggar um hvernig skal matreiða hann.

Sá hluti fólks sem fluttur er úr foreldrahúsum borðar minnst af fiski. Fólk á landsbyggðinni hefur ekki jafn greiðan aðgang að fiskbúðum eða ferskfiskborði í matvörubúðum og fólk á höfuðborgarsvæðinu og borðar því frekar hefðbundnar fisktegundir og -rétti. Úrtak könnunarinnar var 1735 manns og svarhlutfall 86,7%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka