Grunur um að erlendar vændiskonur hafi starfað í Reykjavík

Grunur leikur á að Íslendingur hafi gert úr erlendar vændiskonur í Reykjavík. Fram kom í DV í morgun að brasilísk kona hafi nýlega verið handtekin á Hótel Sögu grunuð um að hafa stundað þar vændi.

Fram kom í fréttum Útvarps að í síðustu viku hafi tvær brasilískar stúlkur verið yfirheyrðar og íslenskur karlmaður handtekinn, vegna málsins. Þar segir jafnframt að málið hafi komið til kasta lögreglunnar eftir að grunur kviknaði um að stúlka væri að selja sig á Hótel Sögu. Þar hafði hún haft herbergi í nokkra daga. Hún kom til landsins í byrjun mars og er nú farin úr landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert