Hætta skapaðist á Vesturlandsvegi vegna umferðarslyss

Um­ferðarslys varð á í gær á Vest­ur­lands­vegi við Voga­tungu. Til­drög voru þau, að ökumaður bif­reiðar ætlaði að beygja út af Vest­ur­lands­veg­in­um en þurfti að stöðva vegna um­ferðar. Tvær aðrar bif­reiðar voru stöðvaðar fyr­ir aft­an hana þegar fjórða bif­reiðin kom að. Ökumaður henn­ar uggði ekki að sér þannig að til að lenda ekki aft­an á kyrr­stæðu bif­reiðunum sveigði hann yfir á öf­ug­an vega­helm­ing og í rakst á bif­reið sem kom á móti.

Farþegi úr öðrum bíln­um var flutt­ur á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar en reynd­ist ekki mikið meidd­ur. Báðir bíl­arn­ir voru mikið skemmd­ir.

Lög­regl­an á Akra­nesi seg­ir, að mik­il hálka hafi verið á vett­vangi og skapaðist hætta vegna þess að öku­menn bíla, sem að komu, höguðu akstri alls ekki miðað við aðstæður.

Lög­regl­an seg­ir, að blá blik­k­ljós hafi logað á lög­reglu­bíl á vett­vangi og sést langt að. Þó hafi all­marg­ir öku­menn ekki dregið úr hraða fyrr en þeir voru nán­ast komn­ir að slysstaðnum. Lentu þó nokkr­ir í vand­ræðum með að stöðva og lentu þrír öku­menn utan veg­ar í viðleitni sinni við að draga úr öku­hraða allt of seint.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka