Kviknaði í tösku útfrá rokeldspýtum

Maður varð fyr­ir því óláni rétt fyr­ir klukk­an níu í morg­un að það kviknaði í rokeld­spýt­um sem voru í tösku sem hann henti inn í bíl sinn. Að sögn manns­ins hafði hann gleymt eld­spýt­un­um og stokkn­um, sem var tóm­ur, í hliðar­hólfi á tösk­unni frá því um ára­mót en eld­spýt­urn­ar eru notaðar til þess að kveikja í flug­eld­um.

Að sögn manns­ins stóð hann fyr­ir utan bíl­inn þegar hann sá að það var farið að rjúka úr bíln­um. Stökk hann inn í bíl­inn og drap á hon­um þar sem hann hélt í fyrstu að eld­ur­inn hefði kviknað út­frá raf­magni eða ein­hverju slíku. Task­an var í aft­ur­sæti bif­reiðar­inn­ar og skemmd­ist hún og allt sem var í henni sem og kuldagalli. Einnig sést á áklæði og teppi í bíln­um en greiðlega gekk að slökkva eld­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert