Kviknaði í tösku útfrá rokeldspýtum

Maður varð fyrir því óláni rétt fyrir klukkan níu í morgun að það kviknaði í rokeldspýtum sem voru í tösku sem hann henti inn í bíl sinn. Að sögn mannsins hafði hann gleymt eldspýtunum og stokknum, sem var tómur, í hliðarhólfi á töskunni frá því um áramót en eldspýturnar eru notaðar til þess að kveikja í flugeldum.

Að sögn mannsins stóð hann fyrir utan bílinn þegar hann sá að það var farið að rjúka úr bílnum. Stökk hann inn í bílinn og drap á honum þar sem hann hélt í fyrstu að eldurinn hefði kviknað útfrá rafmagni eða einhverju slíku. Taskan var í aftursæti bifreiðarinnar og skemmdist hún og allt sem var í henni sem og kuldagalli. Einnig sést á áklæði og teppi í bílnum en greiðlega gekk að slökkva eldinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert