Lögreglan kölluð til vegna óláta í orlofshúsi

Lögreglan á Selfossi var kölluð með hraði að orlofshúsi í Miðhúsaskógi laust fyrir klukkan tvö aðfaranótt sunnudags vegna manna sem ruðst höfðu inn í húsið. Tveir hópar ungmenna höfðu tekið á leigu sitt hvort orlofshúsið.

Lögreglan segir, að einhver samgangur hafi verið á milli hópanna, sem voru þarna við áfengisdrykkju. Nokkrir voru talsvert ölvaðir og gerðust sumir ofbeldisfullir þannig að vakti ugg annara. Tveir voru handteknir og færðir í fangageymslu. Einhvert tjón var unnið á öðru orlofshúsinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert