Einn varð undir þegar snjóflóð féll í hlíðum Kálfstindar norðan Lyngdalsheiðar um klukkan 14 í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru fimm vélasleðamenn á ferðinni þar sem snjóflóðið féll og varð einn þeirra undir því. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út, en félagar vélsleðamannsins náðu hinsvegar að koma honum til bjargar.
Maðurinn er sagður lemstraður og hann kenndi sér eymsla í baki. Verið er að flytja manninn með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem hann mun gangast undir skoðun.