Töluvert tjón mun hafa orðið á loftum í húsnæði Háskólans í Reykjavík í Kringlunni. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gaf sig element í loftræstistokki með þeim afleiðingum að mjög heitt vatn lak niður á milliloft og þaðan niður. Lekinn uppgötvaðist mjög fljótt, og hefði líklega orðið mun meira tjón ef ekki hefði verið fólk að störfum í húsinu sem varð hans vart.
Ekki tók langan tíma að stöðva lekann og hefur slökkviliðið lokið störfum, varð tjón á öðru en loftum frekar lítið. Ekki er þó hægt að segja til með vissu um það hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á tölvubúnaði og raflögnum vegna vatns og gufu.