Vísbendingar í kjölfar auglýsinga leiddu til handtöku meints nauðgara

Vísbendingar sem lögreglu bárust í kjölfar auglýsinga í fjölmiðlum leiddu til þess að meintur nauðgari var handtekinn í gærkvöldi. Maðurinn verður yfirheyrður í dag ásamt vitnum og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um hvort gæsluvarðhalds yfir honum verður krafist. Verði slík krafa lögð fram verður maðurinn leiddur fyrir dómara síðdegis eða í kvöld og úrskurðað um kröfuna.

Hinn meinti nauðgari er 18 ára erlendur ríkisborgari, að því er Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sem stjórnar rannsókn málsins, sagði í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert