Talsvert álag er á símaþjónustu ríkisskattstjóra en framtalsfrestur rennur út á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá tölvudeild ríkisskattstjóra hefur umferð um vefinn gengið vel en það séu helst þeir sem eru með gamlar tölvur sem hafa lent í því að vinnsla gangi hægt.
Hægt er að sækja um frest á því að skila inn framtali á vefnum skattur.is. Í flestum tilvikum fá einstaklingar frest í nokkra daga en stefnt er að því að flestir einstaklingar hafi skilað inn framtali fyrir næstu mánaðarmót.
Framtalsvefur ríkisskattstjóraembættisins