Barnsfæðingum fjölgaði á síðasta ári og frjósemi kvenna vex

4415 börn fæddust hér á landi á síðasta ári.
4415 börn fæddust hér á landi á síðasta ári. mbl.is/Golli

Árið 2006 fædd­ust 4415 börn hér á landi, 2258 dreng­ir og 2157 stúlk­ur. Þetta eru fleiri fæðing­ar en árið 2005 en þá fædd­ust hér 4280 börn, að sögn Hag­stof­unn­ar. Al­geng­asti mæli­kv­arði á frjó­semi er fjöldi lif­andi fæddra barna á ævi hverr­ar konu. Árið 2006 mæld­ist frjó­sem­in 2,07 börn á ævi hverr­ar konu sam­an­borið við 2,05 börn ári fyrr. Und­an­far­in ára­tug hef­ur frjó­semi verið nokkuð stöðug hér á landi, lægst varð hún 1,9.

Hag­stof­an seg­ir, að í all­flest­um lönd­um Evr­ópu sé frjó­semi um­tals­vert lægri en á Íslandi og verði fólks­fjölg­un þar einkum vegna streym­is aðkomu­fólks. Sam­kvæmt töl­um frá Hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins er ein­ung­is eitt Evr­ópu­land með meiri frjó­semi en Ísland, þ.e. Tyrk­land en þar var frjó­semi 2,2.

Hag­stof­an seg­ir, að lækkuð frjó­semi hafi hald­ist í hend­ur við hækkaðan meðal­ald­ur mæðra. Á sjö­unda og átt­unda ára­tug 20. ald­ar var meðal­ald­ur frum­byrja tæp­lega 22 ár. Eft­ir það hækkaði meðal­ald­ur frum­byrja ört, var 23,3 árið 1986, 25 ár tíu árum síðar en er nú 26,4 ár. Sí­fellt fátíðara verður að kon­ur eigi börn áður en þær ná 25 ára aldri.

Fram und­ir 1980 var al­geng­asti barneign­ar­ald­ur­inn 20–24 ár en lækk­un fæðing­artíðni er mest áber­andi í þess­um ald­urs­hóp kvenna. Ung­linga­mæðrum hef­ur einnig fækkað jafnt og þétt á þessu tíma­bili. Sam­an­borðið við ná­granna­lönd­in var fæðing­artíðni hér á landi lengi vel afar há meðal kvenna und­ir tví­tugu. Árin 1961-1965 var hún yfir 83,9 af 1000 í ald­urs­hópn­um 15–19 ára en er nú aðeins 13,6 af 1000. Nú er al­geng­asti barneign­ar­ald­ur­inn 25–29 ára en í þeim ald­urs­hópi hef­ur fæðing­artíðnin hald­ist stöðug und­an­geng­in 30 ár. Í ald­urs­hóp­un­um 30–34 ára og 35–39 ára lækkaði fæðing­artíðni á milli 1960 og 1980. Und­an­far­inn ald­ar­fjórðung hef­ur frjó­semi kvenna í þess­um ald­urs­hóp­um hækkað tals­vert.

Vefsvæði Hag­stof­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka