Það er ekkert ferðaveður á Sandskeiði, né heldur á Kjalarnesi eða undir Hafnarfjalli.
Á Sandskeiði er gríðarlega hvasst, þar er hálka og blindbylur. Eins er hættulega hvasst bæði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli og krapi á vegi.
Það er stórhríð á Fróðárheiði, Vatnaleið og norðanverðu Snæfellsnesi. Á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku er hvasst. Þar er er hálka og stífur skafrenningur.
Á Vestfjörðum er víða hálka en ekki fyrirstaða á helstu leiðum. Það er þokkaleg færð víðast hvar á Norður- og Austurlandi þótt sumstaðar sé einhver hálka og skafrenningur, einkum á heiðum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.