Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 20,5% fyrstu 2 mánuði ársins

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 20,5% fyrstu tvo mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð. Í ár voru ferðamennirnir 36.484 en 30.276 fyrstu tvo mánuði ársins 2006.

Fram kemur á vef Ferðamálastofu, að fjölgun sé í báðum mánuðum ársins, 22,3% í janúar og 18,6% í febrúar. Sé litið á tölur frá helstu markaðssvæðum frá áramótum veki athygli fjölgun frá Bretlandi og Skandinavíu, rúm 35% frá hvoru svæði. Ferðamenn frá Mið-Evróu séu nánast jafn margir og í fyrra en þó nokkur fækkun er frá Bandaríkjunum. Búist var við fækkun frá Bandaríkjunum í vetur vegna breyttrar vetraráætlunar Icelandair, þar sem flugi til Baltimore og Minneapolis var hætt tímabundið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert