S.l. föstudag opnaði Hole in One golfverslun á Egilsstöðum, þá fyrstu sinnar tegundar á öllu Austurlandi. Undanfarinn ár hefur áhugi á golfi farið vaxandi alls staðar á Austurlandi og hefur þessi íþrótt notið vinsælda jafnt meðal unglinga og fullorðna. Og er ekki að efa að þeim golfáhugamönnum sem eru ekki þá þegar búnir að fjárfesta í búnaði finnst þetta kærkominn tilbreyting í verslunarumhverfið á Austurlandi.
Búðin er til húsa í Miðvangi 2-4, eða „Kleinunni“ eins og húsið er þekkt fyrir samkvæmt á Austurlandi. Golfíþróttin á Austurlandi er í mikilli sókn og er tilkoma verslunarinnar fyrst og fremst hugsuð til að ýta undir frekari vöxt og áhuga á íþróttinni á svæðinu. Verslunin státar einnig að aðstöðu til að prófa búnaðinn auk þess að bjóða upp á öll helstu vörumerkin í golfbúnaði og fatnaði.
Verslunarstjóri er Sturla Höskuldsson, faglærður IPGA golfleiðbeinandi sem aðstoðar fólk við val á réttum búnaði.
Sturla segir að tryggt verði að öll þjónusta, vöruúrval og verð í versluninni verði það sama og í verslun Hole in One í Kópavogi.