Harður árekstur á Snorrabraut

Beita þurfti klippum til þess að ná ökumanni úr annarri …
Beita þurfti klippum til þess að ná ökumanni úr annarri fólksbifreiðinni sem skemmdist í árekstrinum. Hér sjást lögreglu- og slökkviliðsmenn á staðnum. mbl.is/Guðmundur Karl

Harður árekstur varð á gatnamótum Snorrabrautar og Egilsgötu um klukkan 15 í dag þegar tvær fólksbifreiðar rákust saman. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þurfti að beita klippum til þess að ná öðrum ökumanninum úr bifreið sinni.

Sá ökumaður slasaðist í árekstrinum en ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl hans eru. Hann var fluttur á slysadeild. Meiðsli hins ökumannsins eru hinsvegar talin vera minniháttar. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert