Hús rýmd vegna snjóflóðahættu á Bolungarvík

Snjóflóðið sem féll fyrir ofan Funa fyrir um hálfum mánuði …
Snjóflóðið sem féll fyrir ofan Funa fyrir um hálfum mánuði var nokkuð stórt, en varnargarður bjargaði bbis/Halldór Sveinbjörnsson

Fjögur hús hafa verið rýmd á Bolungarvík vegna snjóflóðahættu, en snjóflóðasérfræðingar hafa ákveðið að lýsa yfir hættuástandi þar sem veðurspá er óhagstæð, spáir roki og hláku og talsverður snjór. Þá er einnig samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði talin hætta á snjóflóðum við hesthúsabyggðina í Hnífsdal og sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal.

Starfsmenn sorpeyðingarstöðvarinnar Funa eru sagðir hafa varann á, en þar fyrir ofan er nýlegur snjóflóðavarnagarður sem sannaði sig fyrir tæpum hálfum mánuði þegar nokkuð stórt flóð féll á hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert