Segir Hagfræðistofnun vanmeta tekjur Hafnarfjarðar af álveri

Samtök atvinnulífsins segja Hagfræðistofnun Háskóla Íslands horfa fram hjá veigamiklum þáttum í mati sínu á tekjuauka Hafnfirðinga af stækkun álvers Alcan.

Segja samtökin, að í skýrslu stofnunarinnar, sem birt var í gær, sé gert ráð fyrir að íbúum og störfum fjölgi jafn mikið með stækkun og án hennar. Þetta fái ekki staðist.

Þá sé ekki reiknað með því að álverið sé með undirverktaka en áætlaðar beinar greiðslur til verktaka séu 3,1 milljarður á ári eftir stækkun eða sem svarar til 470 stöðugilda.

Þá komi útflutningstekjur ekki við sögu og margfeldisáhrif ekki heldur.

Heimasíða Samtaka atvinnulífsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert