Um þriðjungur barna fæðist innan hjónabands

Á Íslandi fæðast hlutfallslega fleiri börn utan hjónabands en í nokkru öðru Evrópuríki, að því er kemur fram í yfirliti Hagstofunnar um barnsfæðingar á síðasta ári. Aðeins rúmlega þriðjungur barna á Íslandi, eða 34,4%, fæðist innan vébanda hjónabands.

Hagsgtofan segir, að þetta hlutfall hafi lækkað lítils háttar frá því í upphafi 10. áratugarins, úr 43,6% árið 1991. Hlutfall þeirra barna sem fæðast innan óvígðrar sambúðar foreldra hefur aftur á móti haldist stöðugt og er nú 51,6%.

Börnum sem fæðast utan skráðrar sambúðar hefur fjölgað hlutfallslega, þau voru um 10,2% allra barna sem fæddust á árabilinu 1991-1995 en eru nú 14,1%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert